Fara í efni
KA

KA/Þór fær Hauka í heimsókn í dag

Rut Arnfjörð Jónsdóttir tryggir KA/Þór annað stigið með marki úr vítakasti undir lok leiksins gegn HK um síðustu helgi. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

KA/Þór og Haukar mætast í dag í KA-heimilinu í efstu deild Íslandsmótsins í handbolta, Olís-deildinni. Liðin eru hnífjöfn; hafa bæði fimm stig eftir fjóra leiki. Hafa unnið tvo, gert eitt jafntefli og tapað einum.

Stelpurnar okkar í KA/Þór byrjuðu á því að vinna ÍBV á heimavelli, unnu svo Stjörnuna, einnig heima, töpuðu síðan fyrir Fram á útivelli og gerðu jafntefli við HK á heimavelli um síðustu helgi.

Leikurinn hefst klukkan 18.00. Þeim, sem ekki komast í KA-heimilið, er bent á að leikurinn verður sýndur beint á sjónvarpsrás KA, KA-TV.