Fara í efni
KA

KA vann Val – sjáðu leiki í „framlengingunni“

Jakob Snær Árnason og Hólmar Örn Eyjólfsson í leiknum í gær. Jakob gerði sigurmarkið. Ljósmynd fotbolti.net - Hafliði Breiðbjörð

Jakob Snær Árnason tryggði KA 1:0 sigur á Val í gær í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins. Hann gerði eina markið á 75. mínútu.

Valsmenn byrjuðu mun betur og voru nálægt því að skora í þrígang snemma leiks. KA-mönnum óx ásmegin eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn en það voru þó heimamenn sem voru áfram hættulegri og fengu tvo tvö úrvals færi til viðbótar. Það var því með hreinum ólíkindum að staðan var enn 0:0 í hálfleik.

KA-menn voru sprækari í seinni hálfleik og Jakob Snær gerði eina markið þegar stundarfjórðungur var eftir. Hallgrímur Mar sendi boltann inn á teig af vinstri kantinum, Jakob fékk boltann hægra megin í markteignum og gerði vel að skora úr þröngu færi.

Valsmenn ærðust þegar Pétur dómari Guðmundssdon úrskurðaði markið gott og gilt þrátt fyrir að aðstoðardómarinn hefði lyft flaggi sínu. Pétur var hins vegar vissi í sinni sök – og hafði rétt fyrir sér. Jakob var réttstæður þegar Hallgrímur sendi inn á teig en í rangstöðu þegar síðasti leikmaður snerti boltann; sá var hins vegar Valsmaðurinn Sebastian Hedlund, sem aðstoðardómarinn hafði ekki séð, og þar af leiðandi var ekkert athugavert við markið.

KA er í 2.-3. sæti deildarinnar að loknum hefðbundnum 22 umferðum, með jafn mörg stig og Íslandsmeistarar Víkings en Víkingarnir eru með töluvert betri markatölu og teljast því í 2. sæti. Liðin eru átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar „framlenging“ hefst – einföld umferð sex efstu liða. Fimmtán stig eru því í pottinum.

  • KA mætir KR, Breiðabliki og Val á heimavelli en Víkingi og KR í Reykjavík.

Leikirnir sem eftir eru:

Sunnudag 2. októ­ber. Allir leikir klukkan 14.00
Breiðablik - Stjarn­an
Vík­ing­ur - Val­ur
(verður reyndar seinna vegna bikarúrslitaleiksins þessa helgi þar sem Víkingur mætir FH)
KA - KR

8. og 9. októ­ber; KA á sunnudeginum kl. 14.00
Stjarn­an - Vík­ing­ur
KR - Val­ur
KA - Breiðablik

15. og 16. októ­ber; KA á sunnudeginum kl. 14.00
Breiðablik - KR
Vík­ing­ur - KA
Val­ur - Stjarn­an

Sunnudag 23. októ­ber. Allir leikir kl. 14.00
Val­ur - Breiðablik
Stjarn­an - KA
Vík­ing­ur - KR

Laugardag 29. októ­ber. Allir leikir kl. 13.00
Breiðablik - Vík­ing­ur
KA - Val­ur
KR - Stjarn­an

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna

Þórsarinn í Valsliðinu, Birkir Heimisson, í dauðafæri snemma leiks en boltinn fór rétt framhjá. Ljósmynd: fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð