KA
KA vann spennuslag og tryggði sér oddaleik
KA-menn tryggði sér oddaleik gegn Aftureldingu í undanúrslitum Íslandsmóts karla í blaki í dag. Liðin mættust í KA-heimilinu og heimamenn unnu 3:2 í æsispennandi leik.
Liðin unnu hvort sína hrinuna og KA tryggðu sér svo sigur í spennandi oddahrinu.
- Úrslit í hrinunum, KA - Afturelding: 25:18 – 21:25 – 25:22 –19:25 – 15:13
Fimmti og síðasti leikur liðanna verður í Mosfellsbæ á sunnudaginn.