KA
KA vann í Mosfellsbæ og jafnt er í einvíginu
Kvennalið KA í blaki sigraði Aftureldingu 3:1 í Mosfellsbæ í gær. Þetta var annar leikur liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn, Mosfellingar unnu þann fyrsta í KA-heimilinu þannig að nú er staðan jöfn.
Vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari, næsti leikur verður í KA-heimilinu á miðvikudaginn og ástæða til þess að hvetja alla sem vettlingi geta valdið til að gera sér ferð þangað og hvetja KA-stelpurnar.