KA
KA vann fyrri leikinn í Vínarborg!
Einar Rafn Eiðsson var markahæstur KA-manna í Vínarborg í dag með níu mörk. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
KA vann fyrri leikinn við HC Fivers í Evrópubikarkeppninni í handbolta í Vínarborg í dag. Eftir að heimamenn höfðu þriggja marka forystu í hálfleik, 15:12, sigruðu KA-menn 30:29. Liðin mætast aftur á sama stað á morgun og telst það heimaleikur KA.
Einar Rafn Eiðsson var markahæstur hjá KA í dag með 9 mörk.
Nánar á eftir