KA
KA vann Aftureldingu í fimm hrinu bardaga
KA-maðurinn Miguel Mateo smassar yfir netið í leiknum í kvöld. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.
KA hafði betur gegn Aftureldingu, 3:2, á Íslandsmóti karla í blaki í KA-heimilinu í kvöld. Leikurin var fjörugur og bráðskemmtilegur; gestirnir unnu fyrstu hrinuna 25:19, KA tvær næstu, 25:21 og 25:18, Afturelding fjórðu hrinu 25:16 en KA-menn tryggðu sér sigur í oddahrinunni, 15:11.
KA er þar með komið með 11 stig eftir fimm leiki, HK er með 15 stig að loknum sex leikjum og Hamar hefur 21 stig eftir sjö leiki.