KA
KA valtaði yfir ÍR – vann með 13 marka mun
06.10.2022 kl. 21:33
Dagur Gautason brýst í gegnum vörn ÍR í kvöld. Hann gerði 10 mörk úr jafn mörgum skotum! Ljósmynd: Sara Skaptadóttir
KA-menn unnu næsta auðveldan sigur á nýliðum ÍR, 38:25, í KA-heimilinu í kvöld í Olís deild Íslandsmótsins í handbolta. Staðan var 19:13 í hálfleik.
Leikurinn var aldrei spennandi eins og tölurnar bera með sér. KA-strákarnir náðu þægilegri forystu nokkuð snemma og létu hana aldrei af hendi.
Mörk KA: Dagur Gautason 10, Gauti Gunnarsson 9, Einar Rafn Eiðsson 9 (6 víti), Skarphéðinn Ívar Einarsson 3, Hilmar Bjarki Gíslason 3, Haraldur Bolli Heimisson 2, Patrekur Stefánsson 1, Dagur Árni Heimisson 1.
Nicholas Satchwell varði 25 skot – 50%.
Smellið hér til að sjá alla tölfræði HB Statz