Fara í efni
KA

KA tók forystu í einvíginu við Völsung

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
KA vann Völsung í kvöld í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í blaki. Leikurinn, sem var í KA-heimilinu, var stórskemmtilegur og spennandi en sveiflurnar miklar.
 
Völsungur vann fyrstu hrinu 25:23, KA næstu 25:14 og þá þriðju 25:17 en gestirnir jöfnuðu metin með því að vinna fjórðu hrinuna 25:20. Því varð að leika oddahrinu og þar höfðu KA-stelpurnar betur, 15:9.
 
Liðin mætast á Húsavík á föstudaginn og KA fer í úrslit með sigri. Vinni Völsungur hins vegar á heimavelli mætast liðin þriðja sinni, í KA-heimilinu næsta mánudag.