KA
KA tók forystu í einvíginu við Þrótt
14.04.2022 kl. 18:34
Mynd af vef KA
KA sigraði Þrótt úr Fjarðabyggð 3:0 í dag í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki kvenna í KA-heimilinu. Sigurinn var mjög öruggur; hrinurnar fóru 25:17, 25:16, 25:18.
Afturelding sigraði Álftanes örugglega í hinni viðureign dagsins í undanúrslitunum, 3:0, í Mosfellsbæ.
Vinna þarf tvo leiki til að komast í úrslit. KA og Þróttur mætast næst í Neskaupstað þriðjudaginn 19. apríl, sama dag og Álftanes tekur á móti Aftureldingu.
Ekki kæmi á óvart þótt KA og Afturelding tryggðu sér sæti í úrslitunum strax í næsta leik því þar eru á ferð tvö langbestu lið landsins.