KA
KA tekur á móti HK í síðasta leik fyrir jól
10.12.2021 kl. 15:45
Óðinn Þór Ríkharðsson hefur verið drjúgur fyrir KA í vetur. Hann hefur gert 7,5 mörk að meðaltali í leik í vetur, næst flest allra leikmanna Olís deildarinnar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Síðasti leikur KA í Olís deild Íslandsmótsins í handbolta í dag þegar HK kemur í heimsókn. KA vann fyrri leik liðanna í Olís deildinni, 28:25, í fyrstu umferðinni í Kópavogi.
HK er í 12. og neðsta sæti deildarinnar með aðeins eitt stig eftir 10 leiki. Liðið hefur tapað níu leikjum en gert eitt jafntefli – 39:39, í ævintýralegri viðureign gegn ÍBV í Eyjum um síðustu helgi. KA er í níunda sæti með átta stig eftir 11 leiki.
Leikurinn hefst klukkan 19.30 í KA-heimilinu. 500 áhorfendur mega vera í húsinu í kvöld og framvísa þarf neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi vegna Covid-19.