KA
KA tekur á móti Fram í bikarkeppninni
26.06.2022 kl. 14:30
Jakob Snær Árnason skorar fyrsta markið á nýja gervivelli KA, gegn Reynir frá Sandgerði í 32 úrslitum bikarkeppninnar 26. maí. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
KA mætir Fram á heimavelli í dag í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu, Mjólkurbikarkeppninnar. Flautað verður til leiks klukkan 16.00 á gervigrasvelli KA.
Sömu lið mættust á vellinum 16. júní í fyrsta leiknum sem fór þar fram í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins, og skildu þá jöfn 2:2 í hörkuleik. Fyrsti leikur á vellinum var hins vegar viðureign KA og Reynis úr Sandgerði í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar í maí.
Leikurinn í dag verður sýnd beint á aðalrás RÚV.