Fara í efni
KA

KA tapaði með 10 marka mun fyrir Aftureldingu

Halldór Stefán Haraldsson þjálfari KA í sigurleiknum gegn Gróttu í KA-heimilinu í vetur. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Eftir þrjá sigra í röð í Olís deildinni í handbolta var KA-mönnum kippt niður á jörðina í kvöld. Þeir sóttu Aftureldingu heim í Mosfellsbæ og töpuðu með 10 marka mun, 34:24.

Stjarnan vann Fram í kvöld og hafði sætaskipti við KA; Stjarnan fór upp í sjöunda sæti með 17 stig og KA færðist niður í það áttunda, er áfram með 16. Grótta tapaði fyrir Val og er enn þremur stigum á eftir KA þegar tvær umferðum er ólokið og því fjögur stig í pottinum.

Í Mosfellsbænum hafði Afturelding fjögurra marka forystu í hálfleik, 20:16 en KA-menn áttu í miklum erfiðleikum í sókninni eftir hlé og gerðu aðeins átta mörk í seinni hálfleik.

Mörk KA: Einar Birgir Stefánsson 7, Einar Rafn Eiðsson 5 (2 víti), Skarphéðinn Ívar Einarsson 4, Ólafur Gústafsson 2, Ott Varik 2, Magnús Dagur Jónatansson 1, Logi Gautason 1, Jens Bragi Bergþórsson 1, Dagur Árni Heimisson 1.

Varin skot: Nicolai Horntvedt Kristensen 9 (31%), Bruno Bernat 2 (13,3%)

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina

Úrslit í leikjum kvöldsins:

  • Afturelding – KA 34:24
  • Selfoss – ÍBV 20:29
  • Valur – Grótta 26:24
  • Fram - Stjarnan 32:34
  • Víkingur – HK 21:26
  • FH – Haukur 28:31

Stjarnan er orðin örugg með sæti í úrslitakeppninni. Grótta getur aðeins jafnað Stjörnuna að stigum og síðarnefnda liðið er með betri árangur í innbyrðis leikjum þeirra í vetur. Því stendur baráttum um síðasta sæti í átta liða úrslitunum á milli KA og Gróttu og er KA í betri stöðu; vann Gróttu með fjögurra marka mun á heimavelli en tapaði með þremur mörkum á Seltjarnarnesi.

KA gæti skotist upp fyrir Stjörnuna og náð sjöunda sæti því aðeins munar einu stigi á liðunum. 

Þriðjudaginn 2. apríl

  • KA - Valur
  • Stjarnan - HK
  • Grótta - FH

Föstudaginn 5. apríl

  • FH - KA
  • Selfoss - Grótta
  • Víkingur - Stjarnan

Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni.