Fara í efni
KA

KA tapaði í Vín og féll úr Evrópukeppninni

Einar Rafn Eiðsson var aftur markahæstur KA-menn í seinni leiknum í Vínarborg. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA-menn töpuðu í dag seinni leiknum fyrir HC Fivers í Evrópubikarkeppninni í handbolta í Vínarborg. Þeir unnu fyrri leikinn gegn austurríska liðinu í gær með einu marki en Fivers vann með fjögurra marka mun í dag, 30:26, og komst þar með áfram, 59:56 samanlagt.

Austurríkismennirnir voru með fimm marka forskot í hálfleik, 17:12, en KA-strákarnir náðu að minnka muninn niður í tvö mörk, 28:26. Þeim tókst ekki að komast nær og því fór sem fór.

Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 8, Skarphéðinn Ívar Einarsson 5, Dagur Gautason 4, Allan Nordberg 3, Dagur Árni Heimisson 3, Gauti Gunnarsson 2, Hilmar Bjarki Gíslason 1.

Varin skot: Bruno Bernat 6, 37,5% – Nicholas Satshwell 4, 19%.