Fara í efni
KA

KA tapaði fyrir Gróttu á Seltjarnarnesi

Bruno Bernat lék vel í marki KA á Seltjarnarnesi í dag en það dugði ekki til sigurs. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA tapaði fyrir Gróttu, 27:24, á Seltjarnarnesi í dag í Olís deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í handbolta. Staðan í hálfleik var 16:14 fyrir Gróttu. Með sigrinum jafnaði Grótta KA að stigum; bæði eru með sex stig að sjö leikjum loknum.

Grótta náði fljótlega nokkurra marka forskoti, KA-menn tóku góðan sprett og komust yfir þegar langt var liðið á fyrri hálfleikinn en Seltirningar snéru stöðunni aftur sér í hag áður en hálfleikurinn var úti.

Seinni hálfleikurinn hófst eins og sá fyrri, Grótta var komin með fimm marka forskot, 20:15, þegar hann var hálfnaður. KA-menn minnkuðu muninn í tvö mörk þegar rúmar fimm mínútur voru eftir en nær komust þeir ekki. 

Markverðir liðanna léku báðir afar vel í dag; Gróttumaðurinn Ein­ar Bald­vin Bald­vins­son varði 19 skot, rúmlega 44% þeirra sem hann fékk á sig, og Bruno Bernat í marki KA stóð var lítið síðri; varði 18 skot.

Mörk KA: Ein­ar Rafn Eiðsson 5, Ott Varik 5, Skarp­héðinn Ívar Ein­ars­son 4, Ein­ar Birg­ir Stef­áns­son 3, Pat­rek­ur Stef­áns­son 2, Ólaf­ur Gúst­afs­son 2, Daði Jóns­son 1, Magnús Dag­ur Jónatans­son 1, Dag­ur Árni Heim­is­son 1.

Var­in skot: Bruno Bernat 18 (40%)

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina.