Fara í efni
KA

KA tapaði fyrir Fram í 80 marka leik

Einar Rafn Eiðsson gerði 14 mörk gegn Fram í dag og var markahæstur hjá KA eins og iðulega. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Leikmenn handboltaliða KA og Fram voru í jólaskapi í dag, þegar sóknarleikurinn var annars vegar, en vörnin var ekki höfð í hávegum í þessum síðasta leik liðanna á Íslandsmótinu á þessu ári. Hvorki meira né minna en 80 mörk voru skoruð þegar liðin mættust á heimavelli Fram í Úlfarsárdal og heimamenn unnu 42:38.

Fyrri hálfleikurinn var jafn og Framarar höfðu eins marks forskot að honum loknum, 20:19. Jafnræði var áfram með liðunum lengi vel í seinni hálfleik, mörkunum rigndi og bláu og hvítu droparnir urðu ögn fleiri en þeir bláu og gulu. KA-menn urðu því að sætta sig við þriðja tapið í röð í deildinni og verða í áttunda sæti með 10 stig um áramótin.

Mörk KA: Ein­ar Rafn Eiðsson 14 (6 víti), Skarp­héðinn Ívar Ein­ars­son 6, Ott Varik 5, Jó­hann Geir Sæv­ars­son 3, Pat­rek­ur Stef­áns­son 2, Jens Bragi Bergþórs­son 2, Ein­ar Birg­ir Stef­áns­son 2, Hugi Elmarsson 2, Magnús Dag­ur Jónatans­son 1, Ólaf­ur Gúst­afs­son 1.

Varin skot: Bruno Bernat 12 (30%), Nicolai Kristen­sen 5 (26,3%).

Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum.