Fara í efni
KA

KA-strákarnir unnu fyrsta leikinn

Miguel Mateo Castrillo var stigahæstur KA-manna í kvöld. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.

KA vann HK í kvöld þegar undanúrslit Íslandsmóts karla í blaki hófust. Liðin mættust í KA-heimilinu og lauk leiknum 3:1 (25:19, 25:21, 16:25, 25:23).

KA-menn lék mjög vel framan af og unnu tvær fyrstu hrinurnar nokkuð örugglega. Í þeirri þriðju bitu HK-ingar hins vegar í skjaldarrendur og unnu auðveldlega 25:16.

Fjórða hrinan var jöfn lengst af en þegar HK komst í 22:17 með mjög góðum leikkafla virtist allt stefna í að oddahrinu þyrfti til að knýja fram úrslit. Heimamenn voru þó ekki á þeim buxunum og tryggðu sér sigur með ótrúlegum endaspretti.

Miguel Mateo Castrillo var stigahæstur KA-manna í kvöld. með 21 stig.

Liðin mætast aðeins tvisvar og verður seinni leikurinn næsta miðvikudag. Fari svo að HK vinni í Fagralundi á miðvikudaginn verða liðin jöfn, en ljósin í húsinu verða ekki slökkt fyrr en eftir gullhrinu; leikin verður ein aukahrina og sigurvegari hennar kemst í úrslitarimmuna.