Fara í efni
KA

KA-strákarnir leika líka til úrslita

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Karlalið KA í blaki tryggði sér í dag sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með ævintýralegum sigri á Afturelding í Mosfellsbæ eftir að hafa tapað tveimur fyrstu hrinunum. Kvennalið KA hafði áður tryggt sér sæti í úrslitaeinvígi um titilinn.

  • Úrslit hrinanna, Afturelding - KA: 25:17 – 25:20 – 25:27 – 15:25 – 10:15

Afturelding vann sem sagt fyrst tvær hrinurnar býsna örugglega. Þriðja hrina var æsispennandi og heimamenn með frumkvæðið lengstum. Þegar var langt var liðið á hana var Afturelding tveimur stigum yfir, 22:20, KA jafnaði og svo voru tölurnar þessar, Afturelding talin á undan: 23:22, 23:23, 24:23, 24:24, 25:24, 25:25, 25:26 og 25:27.

KA-strákarnir voru svo mun ákveðnari í oddinum, úrslitahrinunni. Þeir mæta Íslandsmeisturum Hamars úr Hveragerði í úrslitum. Meistararnir áttu ekki í neinum erfiðleikum með Vestra frá Ísafirði í hinum undanúrslitunum.