KA
KA-strákarnir geta komist í undanúrslit
14.04.2023 kl. 17:00
Paula del Olmo, til vinstri, og Miguel Mateo Castrillo með Ariel dóttur þeirra eftir að KA varð deildarmeistari kvenna um daginn. Í kvöld mæta Mateo og félagar í KA liði HK. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Karlalið KA í blaki tekur í kvöld á móti HK í úrslitakeppni Íslandsmótsins. Þetta er síðari viðureign félaganna og með sigri komast KA-menn í undanúrslit. Leikurinn átti að hefjast kl. 19.00 en hefur verið einkað og hefst kl. 20.30.
Á vef KA er þeim sem ekki komast á leikinn bent á að hann verði sýndur beint á KA TV á youtube.