KA
KA stelpurnar verða á toppnum í jólafríinu
13.12.2023 kl. 22:02
Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
KA stelpur gerðu góða ferð í Neskaupstað í dag og unnu öruggan 3:0 sigur á Þrótti í Unbrokendeildinni, efstu deild Íslandsmótsins í blaki. Sigurinn var í rauninni aldrei í hættu því KA vann allar hrinunnar örugglega, 17-25, 15-25 og 18-25.
KA var án nokkurra lykilleikmanna í leiknum í dag, þar á meðal Paula Gomez og Julia Carreras, en báðar eru með stiga hærri leikmönnum deildarinnar, sem gerir sigurinn enn þá sætari.
Þetta var síðasti leikur liðsins fyrir jól og með sigrinum skella KA stelpurnar sér á topp deildarinnar yfir jólafríið, ásamt liði Aftureldingar, en bæði lið eru með 28 stig og búin að spila jafn marga leiki.