KA
KA-stelpurnar unnu fyrsta úrslitaleikinn
27.04.2023 kl. 22:14
KA sigraði Aftureldingu 3:1 í fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitil kvenna í blaki í kvöld. Liðin mættust í KA-heimilinu.
- Úrslit hrinanna: 25:20 – 20:25 – 25:23 – 25:20
Eftir býsna öruggan sigur KA í fyrstu hrinu og Aftureldingar í annarri varð þriðja hrinan æsispennandi og löng, alls 36 mínútur. Gestirnir úr Mosfellsbæ byrjuðu mun betur en eftir að KA-stelpurnar hrukku í gang á ný breyttu þær stöðunni í 7:10 í 13:10 og unnu 25:23. KA vann svo fjórðu hrinu nokkuð örugglega og þar með leikinn.
Annar úrslitaleikur liðanna verður í Mosfellsbæ næsta fimmtudag, 4. maí. Vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari.