Fara í efni
KA

KA stelpurnar töpuðu fyrsta úrslitaleiknum

Kvennalið KA tapaði fyrsta úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í blaki í gærkvöldi þegar Afturelding úr Mosfellsbæ kom í heimsókn í KA-heimilið. Fyrsti hrinan var hnífjöfn og spennandi en gestirnir unnu eftir upphækkun, 26:24. Afturelding vann hins vegar tvær seinni hrinurnar mjög örugglega, báðar 25:15. Annar úrslitaleikur liðanna verður í Mosfellsbæ á sunnudaginn.