Fara í efni
KA

KA stelpurnar leika til úrslita

Mynd af vef KA

KA er komið í úrslit Íslandsmóts kvenna í blaki eftir öruggan sigur, 3:0, á Þrótti í Fjarðabyggð í kvöld – 25:21, 25:22 og 25:15.

Stelpurnar okkar unnu þar með einvígið í undanúrslitunum 2:0 og mæta Aftureldingu í slagnum Íslandsmeistaratitilinn. Afturelding sigraði Álftanes í kvöld og það einvígi einnig 2:0.

Fyrsti úrslitaleikurinn verður í KA-heimilinu næsta sunnudag en vinna þarf þrjá leiki til að fagna Íslandsmeistaratitlinum. 

Mynd af vef KA í kvöld