KA
KA-stelpurnar komust líka í bikarúrslit
02.04.2022 kl. 18:21
KA-liðið í blaki sem komst í dag í bikarúrslit og mætir Aftureldingu á morgun. Mynd af Facebook síðu KA.
Kvennalið KA í blaki sigraði Þrótt úr Fjarðabyggð 3:1 í dag í undanúrslitum bikarkeppninnar, Kjöríssbikarsins. KA-stelpurnar mæta Aftureldingu í úrslitaleiknum á morgun en Mosfellingar sigruðu lið Álftaness í dag 3:1.
Leikur KA og Þróttar var hnífjafn og skemmtilegur. Úrslit hrinanna voru þessi:
- KA - Þróttur 25:23, 25:20, 24:26, 25:23
Úrslitaleikur í kvennaflokki hefst klukkan 15.15 á morgun en karlaleikurinn, þar sem KA-menn verða einnig í eldínunni og mæta Íslands- og bikarmeisturum Hamars úr Hveragerði, hefst klukkan 13.00.
Báðir leikirnir verða í Digranesi í Kópavogi og í beinni útsendingu RÚV.
Mynd af Faceook síðu KA.