Fara í efni
KA

KA-stelpurnar komnar með bakið upp við vegg

Kvennalið KA í blaki tapaði í dag á heimavelli fyrir Aftureldingu í þriðja úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Deildarmeistarar KA unnu fyrstu viðureign liðanna 3:1 á heimavelli en KA tapaði síðan 3:0 í Mosfellsbæ á fimmtudaginn og Afturellding vann aftur í dag, 3:2, í spennandi hörkuleik í KA-heimilinu, þar sem bæði önnur hrina og oddahrinan fóru í upphækkun.

  • Úrslitin í hrinunum í dag: 20:25 – 28:26 – 25:18 – 23:25 – 14:16

Liðin mætast næst í Mosfellsbænum á miðvikudaginn og KA-stelpurnar verða að sigra til að tryggja sér oddaleik á heimavelli á föstudaginn. Sigri Afturelding á heimavelli á miðvikudaginn standa þær uppi Íslandsmeistarar.