Fara í efni
KA

KA-stelpur geta orðið Íslandsmeistarar í dag

KA-stelpurnar fagna í síðasta leik þegar þær unnu Aftureldingu á heimavelli. Mynd: akureyri.net
Kvennalið KA í blaki getur orðið Íslandsmeistari í dag þegar fram fer fjórði úrslitaleikurinn við Aftureldingu. Liðin mætast í Mosfellsbæ og hefst klukkan 14.00.
 
KA hefur unnið tvo leiki og Afturelding einn en þrjá sigra þarf til að hampa Íslandsbikarnum. KA tapaði fyrsta leiknum á heimavelli, sigraði í þeim næsta í Mosfellsbæ og vann þann þriðja á heimavelli.