Fara í efni
KA

KA semur við Jóan Símun Edmundsson

Knattspyrnudeild KA samdi í dag við færeyska landsliðsmanninn Jóan Símun Edmundsson út þetta keppnistímabil. Edmundsson, sem verður 32 ára á morgun, hefur gert átta mörk í 79 landsleikjum. Hann var einnig í viðræðum við Breiðablik sem ákvað síðan að draga sig út úr þeim,  að því er fotbolti.net kveðst hafa heimildir fyrir.

„Jóan hóf feril sinn með B68 Toftir í Færeyjum og hefur átt gríðarlega flottan feril þar sem hann hefur leikið með stórum liðum eins og Newcastle, Viking, Fredericia, Vejle, OB, Arminia Bielefeld og loks Beveren. Jóan var laus allra mála hjá Beveren og gat því gengið í raðir KA strax,“ segir á heimasíðu KA.

„Hallgrímur Jónasson þjálfari KA lék með Jóan með liði OB í Danmörku og ber honum afar vel söguna. Það fer ekki á milli mála að hér er á ferðinni hörkuleikmaður enda sannað sig í efstu deild í Þýskalandi og Danmörku sem og með landsliði Færeyja.“

Nánar hér á heimasíðu KA