KA
KA réð ferðinni en KR gerði eina markið
02.08.2022 kl. 21:05
Egill Arnar Sigurþórsson dómari ræðir við KA-manninn Dusan Brkovic og Þorstein Má Ragnarsson, leikmann KR. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
KA-menn gengu afar vonsviknir af velli eftir leikinn gegn KR í kvöld, í Bestu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu, efstu deild Íslandsmótsins; þeir réðu ferðinni nánast allan leikinn á heimavelli sínum, KR-ingar gerðu hins vegar eina markið og fögnuðu því afar langþráðum og dýrmætum sigri. KR hafði ekki unnið leik í deildinni síðan í lok maí. KA-menn voru hinsvegar í kjörstöðu til að komast upp í annað sæti deildarinnar en tókst ekki, sem var grátlegt miðað við gang leiksins.
Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.
Nánar síðar