KA
KA og HK mætast í Olísdeildinni í kvöld
17.10.2024 kl. 15:00
Mynd: Skapti Hallgrímsson
KA og HK eigast við í kvöld í Olís deild karla í handbolta, efstu deild Íslandsmótsins. Leikurinn hefst kl. 19.00 í KA-heimilinu . Að sex leikjum loknum er KA í neðsta sæti deildarinnar með tvö stig en kæmist með sigri upp fyrir HK sem hefur þrjú stig, og jafnvel upp fyrir ÍR sem tekur á móti Fram í kvöld.
Á myndinni eru Halldór Stefán Haraldsson þjálfari KA, til vinstri, og Andri Snær Stefánsson, aðstoðarþjálfari, þegar KA vann ÍR á dögunum. Andri Snær stjórnar liðinu í kvöld en Halldór verður illa fjarri góðu gamni, að því er kemur fram á heimasíðu KA; hann fékk sýkingu í hné eftir aðgerð sem hann gekkst undir í ágúst og snýr aftur um leið og hann er kominn á fætur, eins og segir á síðunni.