Fara í efni
KA

KA og Hamar mætast í bikarúrslitaleiknum

Miguel Mateo Castrillo lék mjög vel með KA í kvöld. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.

Karlalið KA komst í kvöld í úrslit bikarkeppninnar í blaki. KA-menn unnu lið Vestra 3:1 í undanúrslitunum í Digranesi; 25:16, 25:22, 20:25, 25:16. KA og Hamar mætast því í úrslitaleik á sunnudaginn. Lið Hamars, sem er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari, sigraði HK örugglega í fyrri undanúrslitaleiknum í kvöld 3:1, eftir að hafa tapað fyrstu hrinunni.