KA
KA og Club Brugge mætast á Laugardalsvelli
03.08.2023 kl. 22:15
Frá leik KA og Dundalk á Framvellinum í síðustu viku. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Heimaleikur KA gegn belgíska félaginu Club Brugge í Sambandsdeild Evrópu í knattspyrnu verður á Laugardalsvelli fimmtudaginn 17. ágúst. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, staðfesti það við Akureyri.net í kvöld.
Báðir heimaleikir KA í keppninni til þessa, gegn Connah's Quay Nomads frá Wales og írska liðinu Dundalk, voru á heimavelli Fram í Úlfarsárdal.
Leikur KA og Club Brugge verður eftir nákvæmlega hálfan mánuð og KA-menn mæta svo aftur á Laugardalsvöll hálfri annarri viku síðar, þegar þeir leika gegn annað hvort Víkingi eða KR í úrslitum bikarkeppninni KSÍ, Mjólkurbikarkeppninnar.