Fara í efni
KA

KA náði í „gott“ stig í miklum mótvindi

Oleksiy By­kov var rekinn út af gegn KR í Reykjavík í dag en Ívar Árnason, til hægri, stóð vaktina í vörninni með sóma. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA náði í eitt stig á KR-vellinum í dag þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Reykjavíkurliðið í Bestu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu.

Öll stig eru að sjálfsögðu góð, en það sem bættist í safnið í dag var sérlega gott því KA-menn lentu í miklum mótbyr. Ekki var liðinn nema rúmur hálftími af leiknum þegar úkraínski varnarmaðurinn Oleksiy By­kov var rekinn af velli fyrir að skalla framherjann Kjart­an Henry Finn­boga­son, fram­herja KR, eftir að boltinn var farinn aftur fyrir endamörk.

Snemma í seinni hálfleik fékk svo Arnar Grétarsson, þjálfari KA, líka rautt spjald vegna munnsöfnuðar sem þótti ekki viðeigandi og varð að víkja af vettvangi.

KA-menn gengu að sjálfsögðu mun ánægðari af velli en heimamenn. KA hefur 10 stig eftir fjóra leiki, sem er afbragðs byrjun, en KR er hins vegar aðeins með fjögur stig eftir jafn marga leiki.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna