Fara í efni
KA

KA-menn unnu ÍBV og eru í góðum málum

Jónatan Magnússon, þjálfari KA, gefur sínum mönnum góð ráð í leiknum í dag. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.

KA vann mik­il­væg­an sig­ur á ÍBV, 29:27, í Olísdeild Íslandsmótsins í hand­bolta í dag í KA-heimilinu. Sigurinn var stórt skref á leiðinni að úr­slita­keppn­inni.

Leikurinn var í jafnvægi lengi framan af en með góðum spretti náðu KA-menn fjög­urra marka for­skoti, 14:10, eft­ir tæp­ar 23 mín­útur. Tveimur mörkum munaði í hálfleik, 17:15.

Eyjamenn jöfnuðu, 20:20, snemma í seinni hálfleik, KA náði aftur yfirhöndinni en gestirnir komust yfir á ný þegar tvær mínútur voru eftir og hálfri betur, 27:26.

Þá tóku KA-menn til sinna ráða; Satchwell lokaði markinu og Einar Birgir Stefánsson gerði þrjú síðustu mörkin - öll eftir sendingu frá Jóni Heiðari Sigurðssyni! Magnaður endasprettur.

Árni Bragi Eyj­ólfs­son átti stór­leik fyr­ir KA og skoraði níu mörk, Jóhann Geir Sævarsson, Jón Heiðar Sigurðsson, Einar Birgir Stefánsson og Áki Egilsnes gerðu 4 hver, Patrekur Stefánsson gerði 2 mörk og þeir Sigþór Gunnar Jónsson og Allan Nordberg 1 hvor. Nicholas Satchwell varði 16 skot af 41, sem er 39% markvarsla.

Smelltu hér til að skoða alla tölfræði úr leiknum.