Fara í efni
KA

KA-menn töpuðu fyrir Stjörnunni í Garðabæ

Einar Rafn Eiðsson gerði sjö mörk fyrir KA í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

KA tapaði fyrir Stjörnunni, 30:24, í Garðabæ í í dag efstu deild Íslandsmótsins í handbolta, Olís deildinni. Þetta var fjórði leikur KA í deildinni, tveir hafa unnist en tveir tapast.

Fyrri hálfleikurinn var hnífjafn og KA-menn voru einu yfir marki að honum loknum, 17:16. Hvorki fór mikið fyrir varnarleik né markvörslu eins og ráða má af tölunum.

Stjörnumenn byrjuðu betur eftir hlé og að nokkrum mínútum liðnum var munurinn orðinn tvö mörk í fyrsta skipti í leiknum, 20:18 fyrir Stjörnuna. Heimamenn hertu smám saman tökin og sigurinn var öruggur þegar upp var staðið.

Einar Rafn Eiðsson gerði 7 mörk fyrir KA, þar af 3 úr víti, Óðinn Þór Ríkharðsson og Ólafur Gústafsson gerðu 5 mörk hvor, Arnar Freyr Ársælsson, Patrekur Stefánsson og Pætur Mikkjalsson 2 hver og Einar Bragi Stefánsson gerði 1 mark.

Akureyringarnir í Stjörnuliðinu reyndust KA-mönnum erfiðir; KA-maðurinn Dagur Gautason og Þórsarinn Hafþór Vignisson gerðu 7 mörk hvor.

Nicholas Satchwell varði 12 skot í KA-markinu skv. Vísi, en 8 skot skv. opinberri tölfræði HB Statz fyrir HSÍ.

Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum.