Fara í efni
KA

KA-menn steinlágu heima fyrir Haukum

Hvorki gekk né rak hjá KA-mönnum í gærkvöldi. Þjálfari liðsins, Halldór Stefán Haraldsson, fyrir miðri mynd. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA-menn sáu aldrei til sólar í gærkvöldi þegar þeir tóku á móti Haukum í Olís deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í handbolta. Haukar komu, sáu og gjörsigruðu heimamenn. Munurinn var 15 mörk í lokin, 36:21.

Óþarfi er að hafa mörg orð um leikinn því tölurnar tala sínu máli. KA-menn náðu sér einfaldlega aldrei á strik.

Mörk KA: Ein­ar Rafn Eiðson 8 (1 víti), Ott Varik 4 (1 víti), Ólaf­ur Gúst­afs­son 3, Arn­ór Ísak Hadds­son 3, Jó­hann Geir Sæv­ars­son 1, Pat­rek­ur Stef­áns­son 1, Ein­ar Birg­ir Stef­áns­son 1.

Var­in skot: Bruno Bernat 9 (34,6%), Nicolai Horntvedt 5 (27,8%).

Smellið hér til að sjá alla tölfræði leiksins