Fara í efni
KA

KA-menn sóttu tvö stig í Kópavoginn

Nýju mennirnir gerðu samtals 16 mörk fyrir KA gegn HK í kvöld; frá vinstri: Arnar Freyr Ársælsson, Óðinn Þór Ríkharðsson og Einar Rafn Eiðsson.

KA sigraði HK, 28:25, í fyrstu umferð Olís deildar Íslandsmóts karla í handbolta í Kópavogi í kvöld. Þrátt fyrir að munurinn væri ekki nema þrjú mörk í lokin var sigurinn mjög öruggur, enda komust KA-menn mest níu mörkum yfir. 

Óhætt er að segja að nýju mennirnir hjá KA hafi byrjað vel; Óðinn Þór Ríkharðsson, sem kom frá Danmörku, og Einar Rafn Eiðsson, sem gekk til liðs við KA frá FH, gerðu báðir sex mörk. Patrekur Stefánsson gerði fimm mörk og Arnar Freyr Ársælsson, annar FH-ingur sem kom norður í sumar, gerði fjögur. 

Nicholas Satchwell varði vel í marki KA og Jón Heiðar Sigurðsson stjórnaði sóknarleiknum af stakri prýði, eins og í bikarleiknum gegn Stjörnunni, þótt hann skoraði mun minna núna. Jón Heiðar kemur afar vel undan sumri.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.

Smellið hér til að sjá ítarlega umfjöllun Vísis.