KA
KA-menn sóttu ekki gull í greipar Mosfellinga
06.11.2022 kl. 21:10
Haraldur Bolli Heimisson, Dagur Gautason og félagar þeirra í KA höfðu ekki erindi sem erfiði í Mosfellsbæ í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
KA tapaði 34:29 í Mosfellsbænum í dag í Olís deildinni í handbolta, efstu deild Íslandsmótsins.
Leikurinn var jafn lengi fyrri hálfleiks en heimamenn voru sterkari á lokasprettinum og höfðu þriggja marka forystu í hálfleik, 15:12. Þeir spýttu svo enn frekar í lófana og komust mest átta mörkum yfir í seinni hálfleiknum, 26:18. Eftir það áttu KA-menn aldrei möguleika.
Mörk KA í dag: Einar Rafn Eiðsson 9 (2 víti), Skarphéðinn Ívar Einarsson 6, Patrekur Stefánsson 4, Einar Birgir Stefánsson 3, Arnór Ísak Haddsson 2, Gauti Gunnarsson 2, Dagur Gautason 1, Hilmar Bjarki Gíslason 1, Haraldur Bolli Heimisson 1.
Smellið hér til að sjá alla tölfræðina