KA
KA-menn sigruðu Víkinga auðveldlega
Jonathan Hendrickx gerði síðasta mark KA í dag.
KA burstaði Víkinga frá Ólafsvík 5:0 í dag í Lengjubikarkeppninni í Akraneshöllinni. KA-menn eru þar komnir með þrjú stig eftir tvo leiki í riðli 1.
Nökkvi Þeyr Þórisson gerði eina mark fyrri hálfleiksins, eftir hálftíma leik. Ásgeir Sigurgeirsson kom KA í 2:0 strax í upphafi seinni hálfleiks, Víkingar gerðu sjálfsmark 10 mínútum síðar, Ásgeir bætti öðrum marki sínu við á 65. mín. og Belginn Jonathan Hendrickx gerði fimmta markið í blálokin, í fyrsta leiknum með KA.