Fara í efni
KA

KA-menn léku vel en töpuðu fyrir Hamri

KA-liðið í blaki. Mynd af Facebook síðu félagsins í dag.

KA tapaði fyrir Hamri, 3:0, í úrslitaleik bikarkeppni karla í blaki, Kjöríssbikarnum, í dag. Þrátt fyrir að Hamar ynni allar hrinurnar gefa þær tölur í raun ekki rétt mynd af leiknum því því allar þrjár voru jafnar.

  • Úrslit í hrinunum: 25:19, 25:21, 25:22

KA-maðurinn Miguel Mateo Castrillo fór hamförum í dag og skoraði 23 stig, mesta allra á vellinum. Hann gerði reyndar enn betur í undanúrslitunum gegn Vestra á föstudaginn enda var sá leikur fjórar hrinur; Mateo gerði þá 28 stig í 3:1 sigri. Hann gerði því alls 51 stig þessa lokahelgi bikarkeppninnar, fleiri en nokkur annar.

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina úr leiknum í dag.

 

Mynd sem KA-menn birtu á Facebook síðu félagsins að leikslokum í dag.