Fara í efni
KA

KA-menn komu færandi hendi á barnadeild SAk

Andri Fannar Stefánsson og Ásgeir Sigurgeirsson með gjafirnar á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri.

Leikmenn meistaraflokks KA í knattspyrnu komu færandi hendi á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri rétt fyrir jól. Þeir færðu deildinni að gjöf fjóra ísskápa til að setja inn á herbergi þeirra sem á deildinni dvelja, einn örbylgjuofn, spjaldtölvu og heilmikið gos til að fylla ísskápana.

Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliði KA-liðsins, og Andri Fannar Stefánsson afhentu gjafirnar. „Mér datt í hug að fá strákana til að safna í smá sjóð og gera þetta,“ segir Ásgeir spurður hvort einhver sérstök ástæða hafi verið fyrir þessu fallega uppátæki. „Mig langaði bara að við gæfum eitthvað af okkur fyrir jólin,“ segir fyrirliðinn.