KA
KA-menn jöfnuðu metin í úrslitaeinvíginu
04.05.2023 kl. 08:05
Miguel Mateo Castrillo var frábær í leiknum í gær. Mynd af Facebook síðu KA.
KA-menn sigruðu lið Íslandsmeistara Hamars frá Hveragerði í gærkvöldi í KA-heimilinu þegar liðin mættust öðru sinni í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla.
Hvort lið hefur nú unnið einn leik og mætast næst í Hveragerði á sunnudaginn. Þrjá sigra þarf til að hampa Íslandsbikarnum.
Leikurinn í gær fór 3:2 og var æsispennandi.
- Úrslit hrinanna: 19:25 – 25:19 – 24:26 – 25:23 – 15:11
KA-maðurinn Miguel Mateo Castrillo var besti maður vallarins í gær. Hann fór hreinlega hamförum og gerði 43 stig.