Fara í efni
KA

KA-menn hófu leik með stórsigri á KF

Ásgeir Sigurgeirsson kemur KA í 2:0 eftir korter, með fyrsta marki sínu í gærkvöldi. Hann gerði þrjú áður en yfir lauk. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Ásgeir Sigurgeirsson gerði þrjú mörk og Steinþór Freyr Þorsteinsson tvö þegar KA burstaði Knattspyrnufélag Fjallabyggðar, KF, 6:0 í fyrsta leik liðsins á Kjarnafæðismótinu í Boganum í gærkvöldi.

Kjarnafæðismótið er árlegt Norðurlandsmót sem knattspyrnudómarar standa fyrir. KA-menn sigruðu á mótinu í fyrra. Steinþór gerði fyrsta markið eftir 5 mínútur, Ásgeir bætti við marki á 16. mín. og Steinþór skoraði aftur skömmu síðar. Ásgeir bætti tveimur mörkum við snemma í seinni hálfleik, á 50. og 52. mínútu, og Nökkvi Þeyr Þórisson gerði sjötta mark KA á 69. mínútu.

Næsti leikur í A-riðli er viðureign Þórs2 og KA á föstudagskvöldið og á laugardaginn mætast KF og Dalvík/Reynir.

Næsti leikur mótsins er hins vegar í B-riðli, þegar Völsungur og Þór mætast í Boganum í kvöld.