Fara í efni
KA

KA-menn heimsækja HK í 16 liða úrslitunum í dag

Ásgeir Sigurgeirsson gerði bæði mörk KA í 2:1 sigri gegn HK þegar liðin mættust fyrr í mánuðinum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA mætir HK í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla knattspyrnu í dag. Leikurinn fer fram í Kórnum í Kópavogi.

KA-liðið komst í 16 liða úrslitin með því að vinna 5:0 sigur á fjórðu deildar liði Uppsveita í apríl. HK-ingar unnu einnig 5:0 sigur í sömu umferð á móti KFG sem leikur í annari deild Íslandsmótsins.

Liðin mættust einnig í Kórnum í byrjun maí. Þá í Bestu deildinni. Þar unnu KA-menn 2:1 eftir að hafa lent undir. Ásgeir Sigurgeirsson gerði bæði mörk KA í seinni hálfleik eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Sigri KA-liðið HK verða það í pottinum þegar dregið verður í 8 liða úrslit. Þar gætu KA-menn mætt nágrönnum sínum í Þór en Þórsarar komust áfram í bikarnum á þriðjudag eins og Akureyri.net sagði frá HÉR.

Leikurinn hefst klukkan 17:00.