Fara í efni
KA

KA-menn fá Mikkel Qvist lánaðan á ný

Mikkel Qvist í leik með KA í fyrrasumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

KA hefur fengið danska varnarmanninn hávaxna, Mikkel Qvist, að láni frá Horsens í heimalandinu. Þetta kemur fram á heimasíðu KA.

Qvist lék með KA sem lánsmaður á síðasta sumri og er ætlað að hlaupa í skarðið út leiktíðina þar sem Brynjar Ingi Bjarnason er á förum, eins og Akureyri.net hefur greint frá.

Qvist er 25 ára og 203 cm hár. Hann tók þátt í 15 leikjum með KA á Íslandsmótinu í fyrrasumar og tveimur í bikarkeppninni. Hann er samningsbundinn úrvalsdeildarliði Horsens en lék frá áramótum sem lánsmaður með Køge í næstu efstu deild. Keppni í deildinni er lokið.