KA
KA-menn fá KR-inga í heimsókn í dag
05.05.2024 kl. 10:00
Elfar Árni Aðalsteinsson og Sveinn Margeir Hauksson skoruðu fyrir KA í síðasta leik, gegnum Víkingi í Reykjavík.
KA tekur á móti KR í dag í fimmtu umferð Bestu deildarinnar, efstu deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 16.00 á Greifavellinum sunnan við KA-heimilið.
Óhætt er að segja að mikið sé í húfi fyrir KA-strákana því þeir hafa farið illa af stað í deildinni, eru aðeins með eitt stig eftir fjóra leiki, þar af þrjá á heimavelli. Þeir gætu að vísu verið með fleiri stig miðað við frammistöðu en hefur gengið illa að skora og verða hreinlega að gera betur upp við mark andstæðinganna en hingað til.