KA
KA-menn taka þátt í Scandinavian League
24.11.2021 kl. 13:35
Knattspyrnulið KA tekur þátt í áhugaverðu 12 liða æfingamóti, Scandinavian League, sem fer fram dagana 24. janúar til 5. febrúar í Alicante á Spáni.
KA leikur í C-riðli og mætir norska liðinu IK Start 26. janúar, HJK frá Finnlandi 29. janúar og þriðja skandinavíska liðinu 1. febrúar. Ekki liggur enn ljóst fyrir hvaða lið það verður.
„Auk KA munu Íslandsmeistarar Víkings taka þátt í mótinu en þeir leika í A-riðli. Það er ljóst að þetta verður virkilega spennandi en um leið krefjandi verkefni sem ætti að nýtast okkar liði vel fyrir komandi Íslandsmót,“ segir á heimasíðu KA.