Fara í efni
KA

KA mætir HK í Bestu deildinni í Kópavogi

Daníel Hafsteinsson þrumar að marki þegar KA og HK gerðu 1:1 jafntefli á Greifavelli KA í fyrstu umferð Bestu deildarinnar i vor. Daníel skoraði í tvígang gegn Fram fyrir skömmu - hvað gerir hann í dag? Mynd: Skapti Hallgrímsson

KA heimsækir HK í Kórinn í Kópavogi í dag í Bestu deildinni í knattspyrnu.

KA er í 11. sæti með átta stig en HK í níunda sæti með 13 stig, bæði eftir 11 leiki.

Liðin mættust á Akureyri í fyrstu umferð deildarinnar í vor og skildu þá jöfn, 1:1.

KA menn hafa verið að rétta úr kútnum eftir erfitt gengi framan af sumri og fara með sigri upp um eitt sæti, upp fyrir Vestra. geta mjakað sér upp eftir töflunni með sigri í Kórnum.