KA
KA-liðin komust bæði í undanúrslit bikarsins
25.02.2023 kl. 18:46
KA stelpurnar sem eru núverandi bikarmeistarar fagna sigrinum í dag og þar með farseðlinum á úrslitahelgina.
Karla og kvennalið KA í blaki eru bæði komin í fjögurra liða úrslit bikarkeppninnar.
Bæði léku á heimavelli í dag: karlaliðið tók fyrst á móti Þrótti úr Fjarðabyggð og sigraði örugglega, 3:1– 25:19, 25:15, 22:25, 25:20.
Kvennaliðið lék síðan við Álftanes og sigraði einnig 3:1, mjög sannfærandi, eftir að hafa tapað fyrstu hrinunni – 19:25, 25:19, 25:16 og 25:16.
Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr karlaleiknum og hér úr kvennaleiknum.
KA-menn fagna sigrinum á Þrótturum í dag.