Fara í efni
KA

KA-liðin í baráttu um sæti í undanúrslitum

Mynd af Facebook síðu KA

Karla- og kvennalið KA í blaki freista þess bæði í dag að tryggja sér sæti í úrslitahelgi bikarkeppninnar. Báðir leikirnir fara fram í KA-heimilinu.

  • KA tekur á móti Þrótti frá Fjarðabyggð í karlaflokki kl. 13.00.
  • KA og Álftanes mætast svo í bikarkeppni kvenna kl. 15.00.

Sæti í undanúrslitum er sem sagt í húfi. KA er núverandi bikarmeistari í blaki kvenna en karlaliðið tapaði úrslitaleiknum í fyrra.