KA
KA-ÍR: Pallborð með þjálfurum fyrir leik
03.10.2024 kl. 14:30
Dagur Árni Heimisson og félagar í KA taka á móti ÍR í kvöld. Mynd af Facebook síðu KA.
KA og ÍR mætast í kvöld í KA-heimilinu í fimmtu umferð Olísdeildar karla, efstu deildar Íslandsmótsins í handbolta.
Leikurinn hefst kl. 18.30 en í tilkynningu frá KA kemur fram að húsið verði opnað kl. 17.30, hamborgarar verða þá á grillinu og síðan mæta þjálfarar beggja liða í pallborðsumræður kl. 17.45. Það er áhugavert og án efa spennandi fyrir stuðningsmenn að spyrja þá Halldór Stefán Haraldsson og Bjarni Fritzson spjörunum úr.
KA hefur tapað fyrstu fjórum leikjunum í deildinni en ÍR hefur unnið einn, gert eitt jafntefli og tapað tveimur.