Fara í efni
KA

KA í góðum málum eftir sannfærandi sigur

Sveinn Margeir Hauksson fagnar öðru marka sinna í kvöld ásamt Hallgrími Mar Steingrímssyni. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA vann sannfærandi 3:1 sigur á írska liðinu Dundalk í fyrri viðureign liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Liðin mættust á Framvellinum í Reykjavík og mætast aftur ytra eftir viku. Nái KA-strákarnir að komast áfram í keppninni mæta þeir annað hvort Club Brugge frá Belgíu eða AGF frá Danmörku í 3. umferðinni.

Bjarni Aðalsteinsson braut ísinn í dag þegar hann skoraði eftir flotta skyndisókn. Þá var hálftími var liðinn en Írarnir jöfnuðu aðeins fjórum mínútum síðar.

Stuðningsamannasveit KA í stúkunni tók gleði sína á ný fimm mínútum eftir að Írarnir jöfnuðu. Markið kom aftur eftir snögga sókn; Daníel Hafsteinsson sendi laglega inn fyrir á Svein Margeir Hauksson sem Sveinn var aftur á ferðinni á lokasekúndum fyrri hálfleiksins eftir fasta fyrirgjöf Ásgeirs Sigurgeirssonar.

Nánar í kvöld

Leikmenn KA fögnuðu innilega fyrir framan stuðningsmenn sína að leik loknum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Stuðningsmenn KA skemmtu sér vel í Úlfarsárdalnum í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson